Nám í Danmörku

Norðurlandabúar hafa sama rétt og danskir námsmenn á að stunda nám í Danmörku og sækja um á sömu forsendum og danskir námsmenn.

Skilafrestur umsókna fyrir erlenda námsmenn í framhaldsnám er almennt 15. mars og námið hefst í ágúst/september. Umsóknarfrestur og inntökuskilyrði geta verið mismunandi milli menntastofnana, sjá nánar á: www.optagelse.dk.

Frekari upplýsingar um nám í Danmörku færðu á studyindenmark.dk og www.ug.dk.

Skiptinám
Skiptinám milli viðurkenndra menntastofnana er ókeypis og í flestum tilvikum er hægt að sækja um styrk frá Erasmussjóðnum, Nordplus eða taka með námsstyrki frá heimalandinu. Það skiptinám sem er algengast á Norðurlöndum er Nordplus og Erasmus. Nánari upplýsingar fást á www.nordplusonline.org.

Námskynning í Reykjavík
Sendiráðið heldur árlega námskynningu með fulltrúum danskra menntastofnana, þar sem tækifæri gefst til að fá svör við spurningum um nám í Danmörku. Þú getur fylgst með upplýsingum um námskynninguna á heimasíðu sendiráðsins.
Nánari upplýsingar um síðustu námskynningu hér.