Vegabréf

Frá 1. janúar 2012 innihalda vegabréf lífkenni, þ.e. stafræna mynd, fingraför og stafræna undirskrift.

Umsókn um vegabréf verður að afhenda í eigin persónu í sendiráðinu.

Það þarf að koma með gamla vegabréfið. Ef það er glatað eða um fyrsta vegabréf er að ræða, þarf að koma með fæðingar- eða skírnarvottorð og myndaskilríki.

Ekki er lengur hægt að setja börn í vegabréf foreldra.

http://island.um.dk/da/rejse-og-ophold/gebyrregler-og-takster/hér. 
 
Verðið er það sama fyrir alla aldurshópa og einnig er sama hvort um nýtt vegabréf er að ræða, framlengingu á gildistíma eða bráðabirgðavegabréf.
Útgáfa nýs vegabréfs tekur yfirleitt 14 daga, en getur á vissu tímabili tekið allt að 4 vikur.