Vegabréf

Frá 1. janúar 2012 innihalda vegabréf lífkenni, þ.e. stafræna mynd, fingraför og stafræna undirskrift.

Umsókn um vegabréf verður að afhenda í eigin persónu í sendiráðinu.

Það þarf að koma með gamla vegabréfið. Ef það er glatað eða um fyrsta vegabréf er að ræða, þarf að koma með fæðingar- eða skírnarvottorð og myndaskilríki.

Ekki er lengur hægt að setja börn í vegabréf foreldra.

 
Verðið er það sama fyrir alla aldurshópa og einnig er sama hvort um nýtt vegabréf er að ræða, framlengingu á gildistíma eða bráðabirgðavegabréf. Athugið að verðið er hærra ef ekki er hægt að framvísa eldra vegabréfi. Útgáfa nýs vegabréfs tekur yfirleitt 14 daga, en getur á vissu tímabili tekið allt að 4 vikur.

 

Samkvæmt samningi Norðurlandanna geta norrænir ríkisborgarar ferðast innan Norðurlandanna með önnur skilríki en vegabréf. Sendiráðinu er kunnugt um að íslensku flugfélögin taka ökuskírteini gild sem skilríki, en mælir þó með að viðkomandi hafi samband við flugfélagið, ef til stendur að nota önnur skilríki, því flugfélögin geta krafist framvísunar vegabréfs, þrátt fyrir norræna samkomulagið. Sjá nánar um samkomulagið hér. 

 

Vegabréfsumsókn á dansk.
Passport application document in English. 

Information on data protection (GDPR).