Atvinnu- og dvalarleyfi

Atvinnu- og dvalarleyfi

Íslenskir ríkisborgarar, aðrir norrænir borgarar og fólk með ríkisborgararéttindi í ESB-landi hafa sjálfkrafa dvalar- og atvinnuleyfi í Danmörku. Þó eru vissar takmarkanir enn í gildi varðandi atvinnuleyfi fyrir ríkisborgara nokkurra nýjustu ESB-landanna.

 

Umsækjendur sækja um atvinnu-/dvalarleyfi á heimasíðu New in Denmark. Þegar umsækjendur hafa fyllt út umsókn og sent tilskilin gögn, greiða þeir umsýslugjald sendiráðsins, sjá hér, og bóka tíma í sendiráðinu til að klára ferlið. Umsækjendur þurfa að hafa meðferðis báðar kvittanir og þau tilskildu skjöl sem ekki hafa þegar verið send með umsókninni.

Tímapantanir eru á [email protected] eða 575 0300.

Frá og með 20. maí 2012 eru tekin lífkenni í dvalarleyfismálum, í samræmi við samþykkt (EC) nr. 380/2008 frá 18. apríl 2008.