Atvinnu- og dvalarleyfi

Atvinnu- og dvalarleyfi

Íslenskir ríkisborgarar, aðrir norrænir borgarar og fólk með ríkisborgararéttindi í ESB-landi hafa sjálfkrafa dvalar- og atvinnuleyfi í Danmörku. Þó eru vissar takmarkanir enn í gildi varðandi atvinnuleyfi fyrir ríkisborgara nokkurra nýjustu ESB-landanna.

 

Umsækjendur sækja um atvinnu-/dvalarleyfi á heimasíðu New in Denmark. Þeir fylla út umsókn, greiða leyfisgjald og fá id-númer. Að því loknu koma þeir í sendiráðið með öll tilskilin gögn og hafa meðferðis vegabréf, sem er gilt a.m.k. þremur mánuðum lengur en sá dvalartími sem sótt er um. Sendiráðið tekur stafræna mynd, undirskrift og fingraför, gengur frá umsókninni og sendir til Kaupmannahafnar, afgreiðslutími getur því verið nokkrir mánuðir. Greiða þarf fyrir umsýslu sendiráðsins, sjá verðlista hér.

Frekari upplýsingar um atvinnu- og dvalarleyfi fást í sendiráðinu í síma 575-0300

Frá og með 20. maí 2012 eru tekin lífkenni í dvalarleyfismálum, í samræmi við samþykkt (EC) nr. 380/2008 frá 18. apríl 2008.