Vottorð

Sakavottorð

Til að nálgast rafrænt sakavottorð þarf að hafa NemID og e-boks og hafa þannig samband við dönsk yfirvöld.

Til að gefa út sakavottorð þurfa yfirvöld að hafa:

  • Undirritaða beiðni með því heimilisfangi sem senda á gögnin til.
  • Afrit af vegabréfi.

Gögnin skal senda til: [email protected]

Taka þarf fram hvort vottorðið á að vera á ensku.

Fyrir frekari upplýsingar um sakavottorð sjá hér

Fæðingar-/skírnarvottorð 

Þeir sem hafa NemID geta pantað fæðingarvottorð hér.

Aðrir hafa samband við þá kirkju eða sókn, sem þeir bjuggu í, til að fá fæðingar-/skírnarvottorð. Sjá upplýsingar um danskar kirkjur hér og danskar sóknir hér.

Ef ekki er vitað í hvaða sókn fæðingin var skráð hafið samband við danska Kirkjumálaráðuneytið:

Kirkeministeriet
Frederiksholm Kanal 21
Postboks 2123
1015 København
Danmark

 

Sími: +45 33 923390
Myndsimi: +45 33 923913
Netfang: [email protected]