Vegabréfasáritanir

Fólk með gilt vegabréf og dvalarleyfi í Schengenlandi, eða Schengenáritun, þarf ekki vegabréfsáritun til annarra Schengenlanda, það getur ferðast sem ferðamenn í allt að 3 mánuði innan hvers 6 mánaða tímabils.

Færeyjar og Grænland eru ekki með í Schengen, þeir sem þurfa áritun til Schengenlanda, geta fengið ferðamannaáritun til Færeyja og Grænlands í dönskum sendiráðum. Umsóknarferlið er á netinu: https://applyvisa.um.dk/NVP.App/frontpage

Þegar sótt hefur verið um á netinu þarf að panta tíma í næsta danska sendiráði til að klára umsóknarferlið. Þú getur pantað tíma í danska sendiráðinu í Reykjavík á [email protected] eða síma 575 0300.

 

Það þarf að hafa með sér:

·        Kvittun fyrir umsókn (cover letter) undirritaða.

·        Vegabréf með Schengen áritun eða dvalarleyfi.

·        Ferðaupplýsingar (flug/gisting).