Vegabréfasáritanir

Fólk með gilt vegabréf og dvalarleyfi í Schengenlandi, eða Schengenáritun, þarf ekki vegabréfsáritun til annarra Schengenlanda, það getur ferðast sem ferðamenn í allt að 3 mánuði innan hvers 6 mánaða tímabils.

Færeyjar og Grænland eru ekki með í Schengen, þeir sem þurfa áritun til Schengenlanda, geta fengið ferðamannaáritun til Færeyja og Grænlands í sendiráðinu.

Til að útbúa áritun til Færeyja og/eða Grænlands þarf sendiráðið afrit af vegabréfi, afrit af Schengen-áritun eða dvalarleyfi í Schengen-landi og ferðaupplýsingar/afrit af flugmiða. Afgreiðsla áritunar tekur sólarhring, sjá upplýsingar um verð hér

Þú færð upplýsingar um vegabréfsáritanir í sendiráðinu í síma 575-0300.