ESB Neyðarvegabréf
ESB Neyðarvegabréf
Danska sendiráðið sér um útgáfu neyðarvegabréfa (ETD) fyrir rúmenska, búlgarska
og króatíska ríkisborgara. Vegabréfið hefur gildistíma fyrir eina ferð til
heimalandsins til að endurnýja skilríki.
Þú bókar tíma í sendiráðinu á [email protected]
or 575 0300.
Koma þarf með:
· eldra vegabréf, afrit af því eða önnur
persónuskilríki, ef skilríki er glatað þarf að framvísa lögregluskýrslu um
glatað vegabréf.
· fyrir nýfætt barn þarf fæðingarvottorð
barns, Apostille stimplað af Utanríkisráðuneyti Íslands, og skilríki beggja
foreldra.
· Mynd af umsækjanda.
· Ferðaupplýsingar (flugmiði).
Greitt er fyrir neyðarvegabréf skv. gjaldskrá, sjá hér.