Sendiráð Danmerkur á Íslandi óskar eftir starfsnema vorið 2026 sem talar bæði íslensku og dönsku og hefur góða færni í ritun á dönsku
Langar þig að kynnast Norðurskautssvæðinu, Norðurlöndunum, Danska ríkjasambandinu og svæðisbundnum stjórnmálum á Norður-Atlantshafssvæðinu, efla viðskipti milli Íslands og Danmerkur með áherslu á græn orkuskipti og efla samskiptahæfileika þína á sviði opinberra ríkjasamskipta og samfélagsmiðla? Þú ert ef til vill starfsneminn sem Sendiráð Danmerkur á Íslandi leitar að frá 1. febrúar 2026 til 31. júlí 2026.
Við leitum að duglegum starfsnema sem hefur brennandi áhuga á að starfa innan dönsku utanríkisþjónustunnar. Sendiráðið á Íslandi býður upp á einstakt tækifæri fyrir starfsnemann að sinna fjölbreyttum verkefnum á sviði utanríksmála, varnarmála, viðskipta og samskipta.
Hvers vegna starfsnám í danska sendiráðinu á Íslandi?
Starfsnámsdvöl í dönsku sendiráði býður upp á fjölmarga möguleika og veitir tækifæri til að öðlast innsýn í danska utanríkisþjónustu í alþjóðlegu umhverfi. Sem starfsnemi verður þú hluti af teymi sendiráðsins og færð leiðbeinanda.
Þú færð að spreyta þig á fjölmörgum af föstum verkefnum sendiráðsins, til dæmis borgaraþjónustu ásamt ráðherraheimsóknum og nefndaheimsóknum frá danska þjóðþinginu.
Sem starfsnemi verður þú hluti af samstilltu og dugmiklu teymi sem starfar í alþjóðlegu umhverfi í höfuðborg Íslands. Verkefni þín verða á eftirfarandi sviðum:
- Taka þátt í pólitískri og efnahagslegri upplýsingamiðlun sendiráðsins til ráðuneytisins í Kaupmannahöfn.
- Efla viðskipti milli Íslands og Danmerkur – einkum á sviði grænnar orku og orkuskipta.
- Opinber ríkjasamskipti og kynning á Danmörku.
- Ábyrgð á samskiptasíðu sendiráðsins SoMe og heimasíðu.
- Praktísk verkefni í daglegum rekstri sendiráðsins.
Kröfur
Óskað er eftir námsmanni í háskólagrein sem tengist starfinu. Í forgangi eru umsækjendur sem hafa lokið BA-prófi á háskólastigi (eða samsvarandi) og sem hafa þegar hafið nám á framhaldsstigi.
Skilyrði fyrir ráðningu er öryggisvottun danskra stjórnvalda, og að þeim réttindum sé haldið allan starfstímann. Aflað verður gagna í tengslum við öryggisvottunina.
Vakin er athygli á að einungis er hægt að fá starfsnemastöðu einu sinni í dönsku utanríkisþjónustunni.
Hæfniskröfur
Við leitum að jákvæðum og áhugasömum námsmanni sem býr yfir forvitni og hæfileikum til að greina og rýna verkefnin á skapandi, opinn og jákvæðan hátt. Reynsla af fjölmiðlun og samfélagsmiðlum er kostur. Auk þess væntum við þess að þú talir íslensku, dönsku og ensku og hafir mjög góða færni í ritun á dönsku og ensku og búir yfir góðri færni á Microsoft Office (Power Point, Excel og Word).
Dvölinni er ætlað að verða hluti af námi starfsnemans undir handleiðslu háskólamenntaðs leiðbeinanda. Áður en þú sækir um sem starfsnemi, ráðleggjum við þér að þú athugir hvaða menntunarkröfur þín háskólastofnun gerir varðandi starfsnemadvöl.
Orlof og vinnutími
Starfsnemadvölin hefst 1. febrúar 2026 og stendur yfir í 6 mánuði. Vinnutíminn er að jafnaði 37 tímar á viku (með hádegishléi). Þú ávinnur þér 2,08 frídaga á mánuði sem samsvarar 12,5 dögum á 6 mánaða starfsnámstímabili. Sé þess krafist af háskólanum að þú skrifir stóra námsritgerð í tengslum við starfsnemadvölina þá er auk þess veitt allt að 10 daga leyfi til ritstarfa en það er háð umfangi og eðli verkefnisins.
Húsnæði og tryggingar
Það er á eigin ábyrgð að finna húsnæði og standa straum af öllum útgjöldum þar að lútandi. Þér ber einnig að afla þér tryggingar á eigin kostnað sem nær til heimferðar vegna veikinda, andláts og atvika utan vinnutíma. Sendiráðið getur þó miðlað upplýsingum um mögulega leigusala.
Greiðslur útgjalda
Starfsnámsdvölin er ólaunuð en greidd er 4000 DKK uppbót á mánuði vegna skjalfestra útgjalda til húsnæðis, ferða, trygginga eða annars sem tengist starfsnáminu.
Hvernig er sótt um?
Umsókn þarf að skila á dönsku og senda á Sendiráði Danmerkur netfang sendiráðsins [email protected].
Umsækjandi um stöðu starfsnema skal senda ferilskrá, persónulega umsókn og prófskírteini/einkunnir sem viðhengi. Auk þess mega fylgja skjöl sem hugsanlega gætu haft þýðingu fyrir umsóknina, svo sem umsögn vinnuveitanda eða menntastofnunar.
Ef spurningar vakna er velkomið að hafa samband við staðgengil sendiherra Adam Grønholm, [email protected].
Umsóknarfrestur er 3. september 2025.