Skip to content

Ríkisborgararéttur

Senda á umsóknir um danskan ríkisborgararétt til lögregluyfirvalda í Danmörku. Íslendingar geta fengið danskan ríkisborgararétt eftir a.m.k. 3ja ára fasta búsetu í Danmörku. 

Frá 1. júlí 2014 fær barn danskan ríkisborgararétt við fæðingu ef annað foreldrið er danskt, óháð hjúskaparstöðu foreldra. 

Hafi barn dansks föður og erlendrar móður ekki fengið danskan ríkisborgararétt við fæðingu (fætt fyrir 1. júlí 2014), fær barnið ríkisborgararéttinn þegar foreldrarnir ganga í hjónaband. Það er þó skilyrði að barnið við giftingu foreldranna sé undir 18 ára aldri og sjálft ógift.  

Á New in Denmark finnurðu reglurnar um danskan ríkisborgararétt. 

Þú getur lesið reglurnar um tvöfalt ríkisfang á heimasíðu Dómsmálaráðuneytisins.